mánudagur, 19. júlí 2004

Tvo daga í röð núna hef ég lent í slagsmálum við geitung í herberginu mínu. Frekar slæmar fréttir þar sem þeir verða eins og miðaldra kellingar í skapinu í ágúst eða eftir hérumbil tvær vikur.
Og já, það er rétt það sem þið hafið verið að heyra, ég tapaði öðrum slagnum þar sem geitungurinn Magnús náði að gefa mér gott högg í innanverðan lófann áður en hann flúði af hólmi.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.