Í gærkvöldi fór ég út að skemmta mér með Guðna meðleigjanda og Eiríki Stefáni lögreglumanni. Sportbarinn varð fyrir valinu af miklu úrvali skemmtistaða á Egilsstöðum. Þar voru sennilega ca um 4 tonn af fólki að skemmta sér með bakkusi og spila pool.
Þetta kvöld var gott að því leiti að ég náði fullkomnu jafnvægi í áfengisdrykkju, var nákvæmlega hæfilega drukkinn til að skemmta mér um leið og ég gerði mig ekki að of miklu fífli. Allavega, þakkir fá:
Eiríkur Stefán fyrir að sannfæra mig um ágæti þess að drekka og skemmta sér.
Jón Bóndi fyrir að vera viljugur til skutls og rúnts.
Nick Cave fyrir að hafa samið Murder Ballads diskinn.
Soffía Sveins fyrir að vera lífleg og skemmtileg.
Íslandsmeisturunum í Bandý fyrir að vera í hörkustuði.
Verkamönnum Highroad skóverksmiðjunnar fyrir að hafa búið til skó sem entust mér yfir rúmlega hálft nesið.
Seth MacFarlane fyrir að hafa gert Family guy.
Þetta er austurlandsmeistari í Bandý sem skrifar frá Helgafelli, fyrir veftímaritið Við rætur hugans.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.