Ég hef sjaldan horft á jafn fáar nýjar myndir á einu sumri samkvæmt nýjustu rannsóknum sænskra vísindamanna, sem veftímaritið er í nánu samstarfi við. Alls hef ég nú séð tvær nýjar myndir á þremur mánuðum, við mikinn fögnuð lesenda þar sem í kjölfarið kemur engin bíómyndarýni hér á síðum ljósvakans. Ástæðan er einfaldlega sparnaður(peningaleysi), tímaleysi, aðstöðuleysi og áhugaleysi.
Þess í stað hef ég horft á eftirfarandi myndir sem eru í eigu minni:
The Big Lebowski - tvisvar sinnum.
The Matrix - einu sinni.
Memento - fimm sinnum.
Seven - einu sinni.
Staupasteinn sería eitt - nokkra þætti.
Family Guy sería 1-2 - umtalsvert magn.
Eftir á að hyggja má stroka tímaleysi út af listanum.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.