föstudagur, 23. júlí 2004

Tölfræði dagsins:

Venjulegt hár á höfði fullorðins karlmanns vex 0,34 millimetra á sólarhring. Á dökkhærðu fólki eru yfirleitt á milli 110.000 - 150.000 hár á hausnum og þar sem ég er með frekar þykkt hár áætla ég um 125.000 hár á hausnum á mér.

Alls eru á hausnum á mér um 7.500.000 millimetrar, 750.000 sentímetrar, 7.500 metrar eða 7,5 kílómetrar af hári. Á hausnum á mér eru semsagt 212 grömm af hári.

Á hausinn á mér hefur í dag bæst við 42.500 millimetrar af hári eða 4.250 sentímetrar, 4,25 metrar sem samsvarar 0,12 grömmum af hári.

Það hlaut að vera! Mér fannst ég eitthvað hafa þyngst í dag eftir að hafa borðað nokkur kíló af hreinni svínafitu.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.