föstudagur, 23. júlí 2004

Það fer að verða fátt um fín kommúnistaríki í heiminum. Ef undan eru talin Kúba, Kína, Laos, Norður Kórea og Víetnam þá eru bandaríkin búin að eyða kommúnistaríkjum heimsins. Það síðasta sem féll voru ekki Sovétríkin sálugu heldur Strumpaland. Af nýjustu Smurf nammi pökkunum að dæma eru strumparnir orðnir sællega peningagráðugir og viðbjóðsleg kvikindi. Það er af sem áður var þegar þeir hugsuðu aðeins um vinnuna og það eina sem aðskyldi þá voru karakterar þeirra. Núna klæðast þeir fötum, spá í tískuvörur og brosa breiðu og geðveikislegu brosi græðginnar. Dæmi hver fyrir sig:



Hégómastrumpur og fýlustrumpur með mjög kommúnistalega muni á gömlu pökkunum.


Peningastrumpur og glyðrustrympan með mjög kapítalistalega hluti.


Hér getið þið annars lesið betur um gömlu strumpana og þeirra fallega kommúnistaáróður.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.