föstudagur, 16. júlí 2004

Tillaga sem ég bar á borð ríkisskattstjóra var felld í morgun en ef hún hefði samþykkt værum við að líta á endalok svartrar starfsemi á Héraði og jafnvel víðar.
Ég stakk upp á því að fólk gæti hringt í eldrauðan síma sem væri staðsettur á skattstofunni, með ábendingar um svarta starfsemi og í kjölfarið myndi svartleðurklædd ofurhetja með býsna sannfærandi andlitsgrímu og langa skykkju birtast óvænt á þessum ákveðna stað og taka 38,58% tekjuskatt af viðkomandi aðilum. Nafnið yrði annað hvort Tekjuskattsmaðurinn eða 38,58%maðurinn. Hann myndi svo öskra fyrir og eftir hvern tekjuskatt sem hann tæki "Take no persónuafsláttur!" (Á eftir að finna enska orðið yfir persónuafslátt).
Svo virðist sem stjórn ríkisskattstjóra hafi ekki tekið tillögu mína alvarlega, þrátt fyrir að ég hafi mætt í frumgerð búnings á kynninguna með heimatilbúin verkfæri til að ná tekjuskatti af fólki.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.