laugardagur, 17. júlí 2004

Í dag gerði ég mér lítið fyrir og keppti í Íslandsmóti Bandýspilara í bandý, nema hvað. Alls kepptu níu lið í karlaflokki, fjögur í kvennaflokki með þremur í hverju liði. Í liðinu okkar voru eftirfarandi:

Bergvin Jóhann Sveinsson, markmaður
Stóð sig eins og hetja!

Eiríkur Stefán Einarsson, miðju- og sóknarmaður
Skoraði þrjú mörk og var eins og klettur á miðjunni.

Helgi Gunnarsson, varnar og markmaður
Átti stórgóða spretti og stóð sig prýðilega.

Finnur.tk, varnar og sóknarmaður
Skoraði fimm mörk en gerði ekkert þess á milli.

Fyrir þá sem ekki eru getspakir vorum fjórir því einn var til skiptanna. Alls fengum við 6 stig af 12 mögulegum þar sem við unnum tvo og töpuðum jafnmörgum. Markatalan var 8-15, ef einhver trúir því. Við vorum allavega hæstir af liðunum frá austurlandi. Myndir voru teknar, hér er mynd af liðinu okkar og hér er hin myndin. Afsakið gæðaleysið.
Allavega, eftir bandýmótið fór ég í körfubolta til 16:00 með Fellabæjargenginu. Ég stundaði því íþróttir frá 10:00-16:00 sem er persónulegt met þetta sumarið. Í kjölfarið er ég bólginn af þreytu sem er einnig met.

Tölvan mín er endanlega gengin af göflunum og neitar að setja þetta skikkanlega upp. Ég biðst velvirðingar.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.