fimmtudagur, 8. júlí 2004

Næsta vika verður merkilegt fyrir margar sakir en þó aðallega fyrir að þá mun hausinn á mér springa í loft upp í afgreiðslu skattstofunnar ef fer fram sem horfir en þá fer 67% af skattstofunni í sumarfrí og mun ég því sitja í afgreiðslu skattstofunnar, ekki kunnandi eða vitandi neitt og með engan til að aðstoða mig eða kenna. Ég sé þó björtu hliðina á þessu, því þetta gæti í raun verið verra. Ég gæti t.d. verið neyddur til að mæta nakinn í vinnuna, tjaraður og fiðraður, án gleraugnanna.

Annars lítið í fréttum. Í kvöld lyfti ég og synti ásamt því að halda áfram í kokteilsósu megruninni. Hingað til hef ég misst mínus 4 kíló en ég gefst ekki upp þótt á móti blási.

Í dag kom tímaritið 'Finnur.tk' út frá Neskaupstað, öðru nafni Austurglugginn. Þar var enn eina ferðina vitnað í veftímarit þetta og er það þá í þriðja sinn á skömmum tíma sem það er gert. Háa fimmu á röðina!

Fréttum er þá lokið. Fréttir las Gerður G. Bjarklind. Veriði sæl.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.