fimmtudagur, 8. júlí 2004

Ég var rétt í þessu að slá metið mitt í að hlusta á rás eitt. Þar sem leiðindarviðtal var á rás tvö, leiðindartónlist á FMníufimmsjö og sami viðbjóðslegi slepjugangurinn á bylgjunni rakst ég óvart á reggíþátt á rás eitt sem fór yfir í umfjöllun um snillinginn Stevie Wonder.

Allavega, nýja metið er 15 mínútur og 32 sekúndur. Þarmeð hef ég bætt metið um 15 mínútur og 25 sekúndur. Það má búast við því metið verði bætt amk árlega til ársins 2.018 þegar ég verð fertugur.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.