
Jóhann Enskur
Nýlega varð ég þess heiðurs aðnjótandi að sjá myndina Johnny English með Rowan Atkinson í aðalhlutverki. Flestir sem þekkja hr. Atkinson vita að þetta er gamanmynd, nema hann væri búinn að ákveða að fá óskarinn en það hefur hann ekki gert. Hann ætlaði þó að slá í gegn á ameríkumarkaði með þessari mynd, sem misheppnast á versta veg.
Brandararnir eru svo fyrirsjáanlegir að ég hefði getað skrifað alla myndina eftir fyrstu 5 mínúturnar. Alltaf leiðinlegt að sjá góðan gamanleikara með skelfilegan aulahúmor í slappri mynd. Aukaleikararnir eru þó mjög góðir; Natalie Imbruglia og John Malkovich þó að þeir viti sjaldnast hvernig þeir eiga að vera.
Allt í allt slöpp mynd, þó að hugmynd skúrksins sé alls ekki slæm. Hann er þó stoppaður í tæka tíð. Úbs... sagði frá.
Hálf stjarna af fjórum.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.