miðvikudagur, 14. júlí 2004

Það leikur allt á reiðiskjálfi á veftímaritinu þessa dagana eftir að aðsóknin á þessa síðu 2,3faldaðist fyrir nokkrum dögum síðan. Tölvurannsóknardeildin fór því í málið og komst að þeirri niðurstöðu að ástæðan fyrir aukningu þessari er einfaldlega sú að google.com ákvað upp úr þurru að hlekkja á verðlaust myndirnar sem ég gerði fyrir rúmu ári síðan.

Hér er aðsóknartölfræðin síðustu daga:
7. júlí: 52
8. júlí: 120
9. júlí: 167
10. júlí: 89
11. júlí: 77
12: júlí: 135
13: júlí: 142

Þess má geta að 7. júlí er aðsóknin í meðallagi. Ég hef sett þetta upp í excel, powerpoint og skrifað nokkrar blaðsíður í word um þetta. Ef þið viljið fá þau skjöl gegn vægu gjaldi, látið mig vita. Hér og hér eru myndirnar sem heimurinn er að skoða af þessari síðu. ATH. Þær eru stranglega bannaðar öllum innan 16 ára aldurs, fjandinn hafi það.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.