Þegar ég keyrði heim í kvöld af bandýæfingu, minni fyrstu í amk 5 ár, varð mér litið á söluskálaplanið þar sem saman voru komnir, að mér sýndist, talsvert magn af portúgölum og ítölum af Kárahnjúkasvæðinu. Þar sem ég hafði ekki bloggað í allan dag vissi ég strax um hvað þetta snérist. Það vildi svo skemmtilega til að ég var með myndavélina á mér og tók því mynd af skaranum. Hér er hún. Biðst ég jafnframt afsökunnar til allra á Kárahnjúkum fyrir að vera að blogga í fyrsta sinn í dag núna.
Allavega, bandýæfingin var fín. Skipt var í þrjú þriggja manna lið og farið í smá mót. Ég, Bergvin og Eiríkur lékum á alls oddi og unnum 5 leiki, gerðum tvö jafntefli og töpuðum einum óvænt.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.