Ég legg ekki í vana minn að hrósa íslensku tónlistarfólki edrú en ég finn mig tilneyddan á þessari stundu þegar ég hlusta á rás tvö af áfergju í þeirri von að heyra í þessum umtöluðu hljómlistarmönnum. Hljómsveitin er Hjálmar og lagið er Bréfið en það er reggílag með hörku texta og stórkostlegum söng. Ekki nóg með að mér finnist þetta ein besta söngrödd síðustu ára, hún er líka sú bestasta, þeas sú besta í að vera best þar sem söngvarinn er býsnin öll hlédrægur.
Ekki láta aulahúmorinn í mér hindra ykkur í að hlusta eftir laginu. Finnur.tk mælir með því, það segir nú nokkuð.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.