mánudagur, 26. júlí 2004Kristján Orri síðast þegar ég rústaði honum og keyrði svo yfir hestinn hans.


Enn eina ferðina hefur karlmennska mín beðið hnekki því Kristján Orri, interneterkifjandi minn, hefur ákveðið í einhverju geðsýkiskasti sínu að deila með alheiminum öðru samtali okkar á síðunni sinni. Í þetta sinn ræddum við undraheima rústsins en ég hef verið að stúdera þau fræði og er að vinna að bók um rúst sem mun líklega bera erótíska titilinn 'Rústastu, bölvaður!'.

Allavega, hér getið þið lesið færslu Kristjáns og um leið spjall mitt við hann einhverntíman í fortíðinni. Með þessum hlekk er ég að fyrirbyggja að nokkur manneskja líti á mig öðruvísi en sem hálfvita, en það er þess virði og vel það.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.