mánudagur, 26. júlí 2004

Ég var að koma af einni bestu körfuboltaæfingu sumarsins. Ástæðan fyrir því að ég skemmti mér svona vel var í fyrsta lagi að ég saug ekki rassgat hvað körfuboltatakta varðar heldur stóð mig sæmilega þannig séð. Í öðru lagi varði ég nokkur skot en það að verja skot skapar jafnmikla vellíða fyrir mig og að lita hárið á sér skapar fyrir kvenfólk. Í þriðja lagi fékk ég að spila leikstjórnanda mestmegnis æfingar en síðan ég sá John nokkurn Houston Stockton spila þá stöðu hef ég ekkert þráð meira en að spila þessa virðulegu stöðu en vegna stærðar minnar hef ég ekki fengið það, fjandinn hafi það.

Til að bjarga þessari færslu frá því að höfða aðeins til sjálfs míns eftir nokkur ár og þarmeð falla undir meðalmennskustrikið bæti ég þessum hlekk við og vona að þið fyrirgefið mér 'kæra dagbók' færsluna sem á undan er gengin.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.