Í gær bar til tíðinda í herstöðvum veftímaritsins þegar ekki var unnt að skrá niður færslu númer tvö þann daginn. Ástæðan virðist einföld en er í raun býsna flókin. Haldið var partý á Helgafellinu þar sem tjaldað var í garði (tók bara ca 90 mínútur að setja það upp), dýrindi kjötstykki grilluð og ágætis núðluklumpur soðinn af mér. Þar á eftir var farið inn og Björgvin sá um skemmtiatriðin í Singstar en það er Karókí leikur.
Allavega, ég reyndi margsinnis að komast frá til að skrifa niður fréttir á þessa síðu en mér var haldið niðri og áfengi neytt ofan í mig. Ég biðst velvirðingar fyrir hönd þeirra sem bera ábyrgð á þessu.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.