Þá hef ég fest kaup á sjöttu seríu af X-Files á DVD diskum, eitthvað sem ég gerði í mjög mikilli fljótfærni á ebay um daginn. Venjulega kostar svona sería milli fjögur og sex þúsund krónur hér á landi þar sem um er að ræða 4-5 diska en ég náði þessu á rúmlega 700 krónur.
Allavega, ef ykkur finnst gaman að fá neitun biðjið mig um þetta að láni. Annars ekki.
Og þá í skyld efni. Ég hef bundið endi á fimmhundruð-manns-á-dag aðsóknina sem hefur átt sér stað síðustu vikuna eða svo með því að endurnefna priceless myndirnar verðlaust eftir að samkeppnisstofnun hafði samband og sagði þetta ósanngjarnt gagnvart öðrum bloggurum.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.