þriðjudagur, 13. júlí 2004
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Í gær var frekar slæm mæting á körfuboltaæfingu þegar ég mætti einn. Ég skaut því bara á körfuna, einn í risastórum sal íþróttahússins, grátandi á meðan gestir og gangandi löbbuðu framhjá og horfðu á mig vorkunnaraugum. Þegar ég hugsa til baka held ég að mér hafi sjaldan liðið jafn vandræðalega eða illa og þessa kvöldstund, að því undanskyldu þegar karlmaður klippti á mér hárið í vetur og strauk mér svo um það með grófum höndunum eftir á. Hafið þó engar áhyggjur, lesendur góðir, ég brenndi fötin og tannburstaði mig í rúman hálftíma eftir klippinguna, auk þess sem ég hreinsaði hárið á mér með vítissóda næsta mánuðinn á eftir, píndi í mig bjór og blístraði á eftir einhverjum kellingum.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.