þriðjudagur, 13. júlí 2004

Ég framkallaði nokkrar myndir í gær eftir að hafa tekið myndir í liðlega viku. Þar var eitthvað af myndum frá tilraunaútilegu í garðinum sem er ekki í frásögu færandi, enda nánast allar myndir hreyfðar. Það sem vakti athygli mína var að þessi mynd leyndist þarna inn á milli. Ég hlýt á líta svo á að þetta sé vísbending frá æðri máttarvöldum, þeas vinstri grænum, um að gera skurk í íslenskum stjórnmálum. Verst þó að ég nenni því ekki. Ætla því bara að leigja mér spólu.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.