Ég hef ekki hlegið jafn hátt, snjall eða innilega í mörg ár og ég gerði einmitt í dag þegar ég skoðaði fréttablaðið eftir býsna súran vinnudag á skattstofunni. Á blaðsíðu 13, á miðri blaðsíðu var og er þessi frétt.
Ekkert athugavert við textann en sjáið þið eitthvað óvenjulegt við myndina? Aumingja maðurinn og allt það auðvitað. Það er þó ekkert skrifað sérstaklega um þennan mann sem leggur mikið á sig til að kjósa, jafn óvenjulegur og hann er.
Sennilega var ég bara í það vondu skapi að ég gat hlegið að þessu, þó að ég sé alls ekki að hlægja að óförum mannsins. Bara fyndin fréttamennska.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.