mánudagur, 26. júlí 2004



Intolerable Cruelty to viewers.


Á laugardagsnótt horfði ég á myndina Intolerable Cruelty (Óþolandi grimmd) sem skartar Catherine Z. Jones og George Clooney í aðalhlutverkum og fjallar hún um skilnaðarlögfræðing sem verður ástfanginn af konu sem giftist til að skilja við mennina, græðandi á þeim pening.
Þið kunnið að spyrja ykkur; af hverju er þessi mikli og fallegi karlmaður, sem Finnur.tk er, að leigja mynd með svona ómerkilegum söguþræði? Svarið er einfalt, eins og alltaf; leikstjórarnir eru bræðurnir Joel og Ethan Coen en þeir hafa leikstýrt snilldarmyndunum The Big Lebowski, The Hudsucker Proxy, Fargo, O Brother where art thou og svona mætti lengi telja. Ég bjóst því ekki við neinu minna en meistaraverki.
Niðurstaðan: Bjánaleg og leiðinleg mynd. Hálf stjarna af fjórum og málið er dautt.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.