Ég minnist orða meistara Dylan þegar þessi orð eru skrifuð, "times are a changing" því þessa dagana eiga sér stað gríðarlegar breytingar í mínu lífi. Enn ein upptalningin:
1. Í herbergið mitt er komið tvíbreitt rúm en hingað til hef ég sofið í einbreiðu og hálfbognu rúmi. Öld einbreiða rúmsins er því liðin undir lok.
2. Eftir helgi mun ég flytja mig úr set frá básnum mínum á skattinum yfir í mína eigin skrifstofu til að klára sérverkefni. Þetta er mín fyrsta sérskrifstofa og sennilega sú síðasta.
3. Ég sprengdi á mér efri vörina í bandý í kvöld þegar ég fékk bandýkúluna í hana. Andlitið á mér hefur í kjölfarið aldrei litið betur út.
4. Ég drap mann í gær. Svosem ekkert meira um það að segja.
5. Ég fjárfesti nýlega í sjúklegum sólgleraugum. Hér er mynd af þeim með mig á sér. Nú vantar mig bara spojlerkitt og brúnkukrem og ég er klár á reifdansiball.
6. Ég hef bætt við undirsíðu á bloggið. Þar skrifa ég niður drauma mína en sú síða er meira ætluð fyrir sjálfan mig að lesa. Ykkur er þó velkomið að kíkja þangað en bara ef þið hagið ykkur vel. Hér er síðan.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.