mánudagur, 12. júlí 2004

Það er fátt leiðinlegra en að vakna eftir að hafa dreymt tilfinningaþrunginn draum um kvenmann sem þú þekkir. Jafnvel leiðinlegra er að finna hvernig draumurinn situr eftir í hausnum og þú nærð ekki að gleyma honum. Leiðinlegast er þó að hitta þessa manneskju og reyna að spjalla við hana eins og ekkert hafi í skorist, að láta sem enginn draumur hafi átt sér stað.

Í nótt dreymdi mig ca alla kvenmenn á aldursbilinu 18-30 ára sem ég þekki og gott betur. Ég biðst því fyrirfram afsökunnar á því hversu bjánalegur ég er við ykkur, stúlkur, eða bjánalegri öllu heldur.

Birgitta Haukdal, ef þú lest þetta; ég hef óyggjandi sannanir fyrir því að latex fer þér vel.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.