Síðustu þrjár vikur mínar í háskólanum einkenndust af verkefnavinnu til ca 16:00 og allt að 20:00 á kvöldin. Þannig skapaðist svigrúm til að sinna áhugamálunum. Ég notfærði mér það þó ekki heldur lagðist í sófa á tunguveginum og horfði á sjónvarpið, í flestum tilvikum á tónlistarmyndbönd á VH1 eða popp tíví. Hér kemur því listinn yfir mín uppáhalds myndbönd á þessu tímabili en topp 5 listinn inniheldur að þessu sinni 7 myndbönd, aðallega vegna verðbólgu.
7. Feels like the first time - The Rasmus
6. Hey ya - Outcast
5. Can't stop - Red Hot Chili Peppers
4. Fell in love with a girl - The White Stripes
3. Hate to say I told you so - The Hives
2. Seven nation army - The White Stripes
1. Voice inside my head - Blink 182
Til gamans má geta þess að ég hef dálæti á öllum þessum lögum, þó mismikið. Einnig má nefna að Blink 182 hefur ætíð verið á dauðalistanum mínum, þangað til ég heyrði þetta lag með þeim.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.