Ég vildi ekki viðurkenna það fyrir nokkrum dögum en blákaldur sannleikurinn verður að koma í ljós. Ég sakna, mest af öllu, Háskólans í Reykjavík þessa dagana. Tilhugsunin um að geta farið nánast þegar ég vil og hlustað á fyrirlestra, lært heima eða bara unnið í verkefnavinnu með hópnum mínum er mjög ljúf.
Mér líkar samt vel hérna og í vinnunni sem byrjar innan skamms en svona er þetta þegar maður eyðir milli 12 og 16 tímum á dag í skólanum og er svo rifinn upp með rótum, nánast fyrirvaralaust, til að troða manni í vinnu yfir sumartímann og gefa manni "frí".
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.