Síðan ég kom til Egilsstaða, fyrir ca tveimur vikum síðan, hefur eftirfarandi gerst í umferðinni og á gangi:
* Mér hefur verið veifað þrisvar sinnum af einhverjum á gangi sem ég kannaðist ekki við eða sá ekki almennilega.
* Sjö sinnum hefur bifreið sem ég mætti á minni bifreið flautað á mig. Ég tók ekki eftir hver það var.
* Fjórum sinnum hefur mér verið veifað úr bíl. Ég veifaði til baka í eitt skiptanna.
Annað hvort líkist ég einhverjum mjög mikið eða ég er að upplifa hámark vinsælda minna.
Ég biðst velvirðingar ef einhver lesandi hefur veifað eða flautað án þess að fá viðbrögð. Ég sé illa og fylgist lítið með því sem er að gerast í kringum mig.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.