Ég er hræddur um að ég hafi stokkið upp á nef mér í gær þegar ég tilkynnti tannpínu. Í fyrsta lagi hringdi tannlæknastofan og bauð mér tíma í dag sem hafði verið afboðaður. Að sjálfsögðu þáði ég það enda taldi ég mig verulega þjáðan.
Í öðru lagi kom í ljós hjá tannlækninum að allt var í himnalagi, tannlæknirinn fann ekkert að og ég útskrifaðist án peningalegs skaða. Það hafði að öllum líkindum brotnað lítið brot úr jaxli hjá mér, ekkert alvarlegt að sögn.
Það er fátt vandræðalegra en að muna ekki hvar sársaukinn var þegar komið er í tannlæknastólinn eftir hafa lýst því yfir að sársaukinn væri yfirþyrmandi, sem hann var daginn áður.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.