sunnudagur, 16. maí 2004

Nú þegar ég er kominn austur má búast við nokkrum yfirlitum yfir veturinn. Það fyrsta er stutt og laggott:

Tölfræði dagsins: Ég fór sjö sinnum í jakkafötin mín í vetur.

1x fyrir markaðsfræðiáfanga.
3x fyrir jarðarför.
3x fyrir stofnun og rekstur kynningar.


Hingað til hafði ég bara klætt mig í þau fimm sinnum.

1x fyrir útskriftina mína úr ME.
1x fyrir útskrift Björgvins úr ME.
1x fyrir jarðarför.
2x fyrir ónefndar eða gleymdar athafnir.

Ekki slæm nýting fyrir 15.000 krónur fyrir rúmlega 5 árum síðan.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.