Það er ýmislegt sem ég gerði til að spara peninginn sem nemi í Reykjavík. Hér eru helstu sparnaðarleiðir:
* Var með frelsi og keypti alls innistæðu fyrir um 2.000 krónur á níu mánuðum. Sparaði mér þar um 16.000 krónur (500 krónur á viku í 9 mánuði mínus 2.000 krónur).
* Skildi bílinn eftir heima og tók strætó. Sparaði þannig ca 144.000 krónur í bensín (kr 4.000 á viku). Strætógjaldið gengur upp í viðhald og annað.
* Drakk ekki áfengan dropa allan tímann. Sparaði þannig ca 81.000 krónur gróflega áætlað (4.500 krónur á 2ja vikna fresti).
* Fór einu sinni í klippingu. Sparaði mér þarmeð 16.000 krónur (2.000 krónur klippingin á mánaðarfresti).
* Niðurhlóð myndum í stað þess að leigja mér spólur eftir áramót. Þannig spöruðust kr 7.200 (450 krónur á viku fresti).
* Fór aldrei til læknis eða tannlæknis. Hélt tönnum hreinum og lifði af veikindin og aðra kvilla. Sparaði mér þannig gróflega áætlað kr 40.000. Tannlæknar eru dýr dýr.
* Keypti mér aldrei föt nema undir lokin. Sparaði mér þar kr 28.000 (5.000 krónur á mánuði mínus 17.000 króna leðurjakki).
* Verslaði í bónus. Sparaði mér þarmeð um 9.000 krónur (500 krónur sparnaður við hverja verslunarferð, tvisvar í mánuði í níu mánuði).
Þannig reiknast mér til að ég hafi sparað mér kr 341.200 með því að lifa eins og fátæklingur.
En ekki lengur.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.