Á morgun, laugardaginn 28. maí 2004, mun ég slá grasið í garði skattstofunnar. Slíkt er mikilvægi mitt að ég fæ mín eigin hlífðargleraugu og hanska, sem mér ber þó að skila eftir sláttur.
En það er meira sem gerist á morgun. Á svarthvítu hetjunni, skemmtistað Fellabæjar, mun enginn annar en Snorri Hergill, næstfyndnasti íslendingur landsins, mæta og skemmta sauðdrukknum mannskapnum. Mæli með því að fólk mæti þangað og hlægi þar til það ælir.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.