Í dag fékk ég síðustu einkunnina á vorönn í HR og get ég því birt mínar einkunnir hér loksins. Þær eru eftirfarandi:
Þjóðhagfræði 7,0
Fjármál fyrirtækja 7,5
Upplýsingatækni 8,5
Rekstrarbókhald og skattskil einstaklinga 8,5
Stofnun og rekstur 9,5
----
Meðaltal 8,2
Ég er talsvert sáttur við þetta. Fyrir áramót var ég með meðaleinkunnina 7,4 og var í sjöunda himni yfir henni. Þetta er eins og glöggir lesendur geta lesið 0,8 hærra og vil ég þakka kærustu minni, Medion Gunnarsson, fyrir framförina en hana keypti ég í febrúar af fyrirtæki sem sérhæfir sig í samböndum manna og tölva; BT.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.