Ég er við það að missa alla trú á karlkyni Egilsstaða. Ég gerðist bjartsýnn og reyndi að safna í körfubolta í kvöld. Af átta símtölum lýsti einn yfir meiðslum, einn var að fara í matarboð, tveir voru að vinna, tveir voru ekki á svæðinu og tveir voru með númerabirti og svöruðu því ekki. Þið örfáu sem ég hringdi ekki í, ég gafst upp. Gat hvort eð er ekkert talað í símann fyrir ekka.
Mér var nær að hlakka til þess að koma austur til að spila körfubolta í allt sumar. Lexía dagsins; aldrei að hlakka til.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.