Þessi dagur hefur verið fullkomlega tilgangslaus. Ég byrjaði á því að gera ekkert eftir að ég vaknaði. Eftir að hafa gert ekkert í ca 90 mínútur ákvað ég að liggja aðeins lengur og svo gera ekkert. Þegar leið á daginn gerði ég meira og meira af engu og rétt fyrir kvöldmat gerði ég ekkert. Ég eldaði svo dýrindis kjötflykki fyrir okkur Björgvin bróðir með salati. Því næst lagðist ég fyrir framan sjónvarpið og gerði ekkert.
Ég er að spá í að gera ekkert í smástund í viðbót og horfa svo á nba leik sem byrjar eftir miðnætti, eftir þennan tilgangslausasta dag ársins.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.