sunnudagur, 30. maí 2004



Finnandi Nemó.


Í gærkvöldi greiddi ég í fyrsta sinn fyrir afnot af bíómynd síðan í janúar þegar ég leigði mér myndina Finding Nemo eða Tilraun til að finna gullfiskinn sem nefndur var Nemó eins og hún heitir á íslensku.
Myndin, sem er tölvugerð þrívíddarteiknimynd, fjallar um tilraun sem gerð er til að finna gullfiskinn sem nefndur var Nemó. Pabbi Nemó stendur fyrir leitinni og hittir hann frábærlega fyndna karaktera á leiðinni. Enn eitt meistaraverkið frá Pixar.

Myndin er vel gerð auðvitað, stórkostlega fyndin og ég veit ekki hvað og hvað. Ég get ekki sagt meira um hana þar sem ég er orðinn of seinn að skila henni á videóleiguna.

Þrjár og hálf stjarna af fjórum.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.