Þá er ég mættur austur á Egilsstaði. Íbúðin sem ég mun búa í í sumar er helvíti mögnuð og meðleigendurnir jafnvel meira magnaðir. Vorum ca sex og hálfan tíma á leiðinni sem telst gott, eða slæmt. Fer eftir því á hvernig það er litið.
Lokafyrirlesturinn í stofnun og rekstri í morgun gekk einnig framar vonum. Segi ekki meira um það fyrr en ég fæ beinharða einkunn.
Allavega, ég tek daginn í dag í að afpakka og spjalla við fjölskylduna. Morgundagurinn fer í viðgerð á bílnum og helst að koma honum á götuma og vonandi öll helgin í að spila körfubolta.
Afsakið hvað þetta er þurrt og leiðinlegt. Er frekar þreyttur eftir nánast svefnlausa nótt.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.