Þegar hingað er komið við sögu er klukkan 02:15 aðfaranótt fyrirlestrardags míns sem byrjar nú eftir ca 7 tíma. Ég er að taka til í herberginu mínu og skemmti mér konunglega. Upp rifjast fjöldinn allur af eftirminnilegum verkefnum sem ég hef unnið fyrir hina og þessa áfanga (og ribbaldanemendur). Ó hvað ég á eftir að sakna skólans. Nú tekur bara við vinna á skattinum þar sem engin heimavinna verður á kvöldin og bölvaðir peningar að þvælast fyrir um hver mánaðarmót.
Allavega, ég þakka fyrir mig. Þetta er síðasta færslan á þessu bloggi sem skrifuð er í Reykjavík fram í ágúst, hvar sem ég verð staðsettur þá. Ég hlakka til að sjá Egilsstaði og að blogga þaðan.
Vertu sæl Reykjavík.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.