Það er betra að taka það fram fyrir kvenkyns gesti og gangandi að mestmegnis er þetta blogg verulega ósmekkleg tilraun mín til að vera fyndinn, nema þegar um pólitík er að ræða. Örlað hefur á sárindum hjá þeim og er það miður.
Ég biðst því velvirðingar til allra kvenna sem hafa átt leið hérna framhjá. Þeim er, eins og öllum öðrum, velkomið að hætta að lesa síðuna hvenær sem er og tek ég þeirri ákvörðun þeirra fagnandi.
Í flestum tilvikum er þó sannleikskorn í skrifum mínum, að mér finnst, en oft má satt kyrrt liggja. Ég hef hingað til verið fullhreinskilinn og rúmlega það.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.