Sláttur dagsins gekk vel og lauk ég verkinu á fimm tímum rúmum. Þá er innifalinn sá tími sem tók að taka bensín og koma vélinni af stað, ein kaffipása og smá verkfall sem heilinn fór í þar sem ég virtist ekki geta náð rás 2 á vasaútvarpið og neyddist því að hlusta á viðbjóðsútvarpsstöðina Bylgjuna. Ég lærði að aðeins ástfangið (og þarmeð órökrétt og óþolandi) fólk eða ofsakátir einstaklingar á þunglyndistöflum geta hlustað á þessa stöð með góðu móti og ég er hvorugt.
Við tekur æsispennandi dagskrá dagsins en hún felur í sér að blogga einu sinni í viðbót og jafnvel skreppa í sturtu.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.