Til að láta aðrar færslur þessarar síðu líta betur út finnst mér ágætt að koma með fullkomlega ömurlegar færslur inn á milli. Hér er ein þeirra (þið voruð vöruð við):
Top 10 listinn yfir forritin sem ég nota mest, að sögn tölvunnar:
10. VLC Media player - Til að spila bíómyndirnar og þættina í tölvunni.
9. DC++ - Til að ná í bíómyndirnar og þættina í tölvuna.
8. Winrar - Til að afzippa bíómyndirnar og þættina í tölvuna.
7. Jumpshot Basketball - Körfuboltaþjálfunarleikur sem ég hef dálæti á.
6. Íslensk - Ensk / Ensk - Íslensk orðabók - Fyrir helvítis námið.
5. MS Powerpoint - Fyrir helvítis námið.
4. MS Excel - Fyrir helvítis námið og könnunina frægu.
3. MS Word - Fyrir helvítis námið.
2. Notepad - Fyrir blogghugmyndirnar.
1. MSN - Veit ekki af hverju.
Jafnvel mér finnst þetta leiðinleg bloggfærsla og þó finnst mér ég algjört æði. Ég tek mér því restina af deginum í frí og endurhleð á mér heilann.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.