miðvikudagur, 21. apríl 2004

Loksins hef ég bætt við myndum. Að þessu sinni er það afturhvarf til fortíðar, alla leið til 1999 ca. Þá var ég nýútskrifaður úr Menntaskólanum á Egilsstöðum og vinnandi á næturvöktum á hótel héraði, sælla minninga. Ég keyrði um á Toyota Corolla árgerð '80, bjó í kjallara á Tjarnarlöndum 14 og var, að því er virðist, alltof horaður.

Mikið hefur nú ræst úr mér.

Kíkið á myndirnar hér.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.