Þá hef ég bætt við spjallborði fyrir tilstilli tillögu sem barst í gegnum könnunina sem er í gangi. Ég vona að þar skapist lífleg umræða um allt milli himins og jarðar. Hér eru nokkrar reglur sem fylgja þessu spjallborði:
1. Best væri ef allir myndi skrá sig og eiga sitt nafn en í lagi er að skrifa óskráður svo lengi sem það er ekki skítkast í skjóli nafnleyndar eða einhverskonar lymskuplott. Ekkert mál er að rekja IP töluna til eiganda hennar, ef svo ber undir.
2. Allt skítkast er bannað, að sjálfsögðu.
3. Bannað er að vera feimin(n) við að skrifa. Þeir/þær/þau sem eru það verða sett(ir) í skrifbann.
4. Bannað er að skrifa á spjallborðið á meðan viðkomandi er nakinn, nema um fagran kvenmann sé að ræða. Þá verður hún að taka fram að hún sé nakin.
Endilega skrifið sem mest. Ef þetta fer illa þá bara fjarlægi ég þetta og minnist aldrei aftur á þetta.
Hér er spjallborðið og til hægri í fagurrauðu letri.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.