Ég hef verið að velta því fyrir mér hvað ætli hafi orðið af mér ef ég hefði aldrei kynnst tölvum eða internetinu. Þetta er það sem mér datt í hug:
1. Ég væri ekki með blogg enda tæki það óratíma fyrir mig að slá inn smæstu færslur.
2. Ég væri kominn með meistaragráðu, jafnvel heimsmeistaragráðu (í sjónvarpsglápi).
3. Ég tefldi mun meira, sem ég geri þó nóg af nú þegar.
4. Ég væri ekki með kryppu.
5. Ég notaði ekki gleraugu.
6. Ég gæti talað við fólk.
7. Ég ætti enga afætuvini sem, ótrúlegt nokk, koma í heimsóknir til að komast á netið eða í tölvuna.
Það væri gaman að geta komist aftur í tímann og fengið pabba til að hætta við að kaupa Sharp tölvuna í Trékyllisvík, 1985 ef ég man rétt. Eða nei annars. Þetta er fínt svona, jafnvel frábært.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.