Þarna munaði ekki nema ca hálfri mínútu að ég hefði farið í gegnum daginn með aðeins eina færslu á þessari 'að-minnsta-kosti-tveggja-færslu-á-dag'™ dagbók.
Ástæðan fyrir þessu kæruleysi mínu er próf í fjármálum fyrirtækja sem ég fer í á morgun og hef eytt öllu páskafríinu í að læra fyrir auk síðustu tveggja daga eða svo. Í kjölfarið af svona harðkjarnalærdómi hef ég hlotið varanlegan líkamlegan skaða, andlegan skaða og (kven)félagslegan skaða þar sem kvenfólk hefur víst ekki gaman af grátandi, lærandi eða stirðum strákum.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.