Ég hef tekið eftir því í kjölfar dóms míns um the boondock saints að ég er með allt aðrar skoðanir en flest fólk varðandi allt mögulegt. Ástæðan er sennilega sú að fólk er fífl. Almennt vill fólk þó ekki að ég sé öðruvísi og segir mig með rangar skoðanir. Mjög sérstakt fólk þar á ferðinni.
Hér eru því mínar sjö dauðasyndir að mati fólks.
1. Ég drekk ekki bjór og kaffi enda um viðbjóðslega vökva að ræða.
2. Mér finnst sería 3 og uppúr af friends skelfilega ófyndnir þættir, hannaðir fyrir kvenhúmor sem er á mjög lágu plani.
3. Ég horfi ekki á Idol.
4. Ég tolli ekki í tískunni og er þar af leiðandi ekki svalur, eitthvað sem heimurinn virðist ganga út á þessi árin.
5. Ég þoli ekki Metallica og U2. Það virðist vera skylda að finnast þær skemmtilegar.
6. Ég hef aldrei litað á mér hárið og mun aldrei gera.
7. Ég skráði mig úr þjóðkirkjunni fyrir mörgum árum, enda algjörlega laus við að trúa á ósýnilegan anda sem, að sögn, bjó til heiminn.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.