Ó hve hinir miklu hafa fallið. Rappsveitin Cypress Hill syngja í nýja lagi sínu um sæta stelpu og um það hversu mikið þeir vilja kynnast henni og fræðast um hana. Það er af sem áður var þegar Cypress Hill sungu um geðveiki, dóp og hórur (sem þeir vildu kynnast kynferðislega) í alvöru rappi án mikilla aukahljóða sem framleidd eru fyrir útvarpsstöðvar. Það er þó huggun harmi gegn að lagið endar illa með því að B-Real (skræki rapparinn) neglir fögru konuna í Benz bifreið eins og við er að búast af sóðalegum tónlistarmanninum.
Hér getið þið lesið textann við nýja lagið sem ber nafnið What's your number eða Hver er kennitala þín.
Það versta er að þetta nýja lag þeirra er býsna magnað og hægt að hlusta endalaust á.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.