Í fyrsta sinn í fjöldamörg ár fékk ég páskaegg á páskadag enda páskadagur haldinn hátíðlegur, eftir því sem ég best veit, til minningar um kvöl Hans og Grétu í nammihúsinu hjá norninni sem ætlaði að éta þau. Ekki skal þó taka mark á mér þar sem ég er blessunarlega laus við að vera trúaður.
Allavega, í páskaegginu var málshátturinn "margur verður af aurum api" sem var merkilega viðeigandi þar sem ég var einmitt að lesa fyrir fjármál fyrirtækja prófið sem verður síðar í vikunni. Þessum boðum hefði ekki verið komið betur til skila ef hefði staðið "Finnur, hættu á viðskiptabraut, fégráðugi djöfull!". Ég sé bara til hvernig prófin fara áður en ég hlýði páskaegginu.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.