Það verð alltaf sorgmæddur í nokkra daga á eftir að ég uppgötva stærðarinnar mistök í bíómyndum sem eru hátt skrifaðar hjá mér, svo stór mistök að myndin gengur engan veginn upp. Tvisvar hefur þetta hent mig síðasta mánuðinn:
1. Ace Ventura: Pet Detective. Ace eyðir allri myndinni í að leita að hring sem liðsfélagar fótboltaliðs fengu fyrir að lenda í öðru sæti bandarísku fótboltadeildarinnar sem gæti tengt viðkomandi við rán á höfrungi. Mistökin: Aðeins sigurliðið fær hring í verðlaun. Annað sætið fær ekki nokkurn skapaðan hlut.
*Spillari (gæti skemmt fyrir þá sem hafa ekki séð myndina fyrir)*
2. Fight Club. Í lokin á myndinni springa nokkur háhýsi og Tyler Durden stendur með dömu sinni á hæstu hæð háhýsis, horfir á ósköpin og gefur í skyn að samband þeirra sé rétt að byrja. Mistökin: Í byrjuninni á myndinni er sýnt hvernig háhýsið sem þau standa í er hlaðið gríðarstórri tímasprengju. Samt hrynur háhýsið sem þau standa í ekki.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.