Laugardagskvöld þetta var notað í að spila skák á sjötta borði fyrir hönd austurlands í deildarsveitakeppni. Til að gera líflega sögu stutta þá tapaði ég skákinni eftir aðeins 210 mínútna leik.
Skákin var tefld í menntaskólanum í Hamrahlíð en þar voru komnar saman fjórar deildir af skáktöffurum eða rúmlega 240 skákmenn og álíka magn af æstum aðdáendum. Sjálfur gleymdi ég possunum mínum heima.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.