Var að koma af óskarsverðlaunatilnefndu myndinni Lost in Translation. Myndin fjallar um gamla kvikmyndastjörnu sem fer til Japans til að leika í vískí auglýsingu fyrir tvær milljónir dollara, sem samsvarar ca 140 milljónum króna fyrir ykkur sem eru að velta því fyrir sér. Á hótelinu sem hann dvelur á kynnist hann ungum heimspekingi og saman skemmta þau sér nægjanlega til að lifa af McDonalds-, jay leno- og bandaríska fánans-leysið.
Ég hef heyrt að þetta eigi að vera gamanmynd en eini hláturinn sem ég heyrði í salnum var þegar hrokafullu bandaríkjamennirnir gerðu grín að austurlenskri menningu. Leikurinn er nokkuð góður en sagan gæti drepið hross. Ef kvikmyndir væru gos væri þessi kók án sykurs, bragðefnis, litarefnis og kolsýru.
Ein stjarna af fjórum.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.