Ég vaknaði klukkutíma of snemma í morgun, tannburstaði mig klukkutíma of snemma, las fréttablaðið klukkutíma of snemma, tók strætó klukkutíma of snemma, heilsaði strætóbílstjóranum aðeins til að fá fnuss til baka klukkutíma of snemma, mætti í skólann klukkutíma of snemma og sat í kennslustofunni, furðandi mig á því hvar kennarinn og nemendurnir voru, klukkutíma of snemma.
Ég sá semsagt ekki að klukkan var 8, en ekki 9 þegar ég vaknaði í morgun.
Þetta gæti þó verið verra. Ég gæti vaknað um hánótt, gengið smáspöl með fósturbróðir mínum og beðið eftir að rúta sækti mig á gatnamótum Fellabæjar, til að komast í skólann eins og Gylfi Þór meistari gerði um árið, ekki einu sinni heldur tvisvar.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.